TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Um Okkur

SJÁLFBÆR TEXTÍLL OG TÍSKA

Textílvörur verja okkur ekki bara fyrir kulda. Við notum textílvörur til að lífga upp á umhverfi okkar og fatnaður og tíska á stóran þátt í því hvernig við skilgreinum okkur sjálf. En okkur þarf líka að geta liðið vel með fötunum okkar. Rétt eins og við viljum stunda ábyrga hegðun í kaupum og neyslu á matvörum, verðum við líka að vera meðvituð um ábyrgð okkar sem neytendur textíl-og tískuvara. Margir taka ábyrgð á neysluvenjum sínum og leita eftir sjálfbærari textílvörum. Vörum sem eru úr lífrænt ræktuðu efni, eru sið-og réttlætisvottaðar, þar sem gætt er að því framleiðslan fari fram við góðar aðstæður; mengun í lágmarki og sömuleiðis eiturefni og vatnsnotkun. 

HÆG TÍSKA - SLOW FASHION

Hæg tíska/​Slow fashion er andstæða Skynditísku/Fast fashion. Hæg tíska hefur fengið athygli á síðustu árum með aukinni vitund neytenda sem krefjast meiri sjálfbærni og siðferðilegra framleiðsluhátta. Í því felst að vera meðvitaður um úr hverju fatnaðurinn er gerður og um siðferði og umhverfisáhrif framleiðslunnar. Einnig að kaupa færri og vandaðari flíkur sem endast lengur.
Nokkur áhersluatriði  Hægrar tísku :
  • Föt búin til úr hágæða, sjálfbæru efni.
  • Seldur í minni verslunum frekar en risastórum keðjufyrirtækjum.
  • Framleiðsla og sala sem næst hvort öðru (staðbundið).
  • Fá eintök af hverri flík og nýjar flíkur koma einungis tvisvar eða að hámarki þrisvar á ári.

"En jákvæð þróun er að eiga sér stað og margir hönnuðir og framleiðendur vinna að fleiri lausnum."

Picture

SJÁLFBÆR EFNI

Sjálfbær textíll byrjar með sjálfbærum efnum. Meirihluti textílefna sem notaður er í framleiðslu tískufatnaðs í dag er ekki sjálfbær. Við ræktun og framleiðslu eru notuð skaðleg efni sem menga umhvefið. Vegna kröfu frá þeim sem kaupa og nota fatnaðinn, þ.e. neytanda er nú æ algengara að efni séu framleidd á lífrænan hátt. Þá er þess gætt að nota ekki áburð, skordýraeitur né önnur skaðleg efni við framleiðsluna sem hafa áhrif á umhverfið, bændur og okkur sem klæðumst efninu.

SJÁLFBÆR FRAMLEIÐSLA

Þegar efnin eru orðin sjálfbær þarf líka að sjá til þess að önnur meðhöndlun efnanna sé ábyrg. Litun er stór og mikilvægur hluti textílframleiðslu og skilar gjarnan frá sér miklum efnaúrgangi. En það er hægt er að lita efni með náttúrulegum efnum sem innihalda minna af t.d. söltum og málmum. 

Hin hliðin á sjálfbærri framleiðslu snýr að félagslegu réttlæti. Margir framleiðendur textílefna nota börn við framleiðsluna, þar sem börn hafa smærri fingur og því talin henta betur til ýmissar saumastarfa og vélavinnu.  Vinnuþrælkun (sweatshops) og lág laun er ennþá mikið vandamál. Til þess að textílvörur geti talist sjálfbærar þar að tryggja sanngjörn laun, vinnutíma og aðstæður starfsfólks. 

Auðvitað er endurnotkun textílvaranna sjálfra einnig sjálfbær framkvæmd. Best er auðvitað að nýta það sem við eigum eins vel og kostur er. En ef henda á  fötum er betra að 
selja þau á nytjamörkuðum eða gefa þau til góðgerðarsamtaka sem útdeila fatnaði til þeirra sem þurfa á því að halda. Sum föt sem ekki er hægt að nýta má endurvinna og búa til ný efni. 

Picture

ENDURUNNINN TEXTÍLL

Margir eru að vinna að því að finna lausnir á öllum úrganginum sem verður til þegar við hendum textílvörum. Mörg textílefni má endurvinna þannig að ný efni verða til. Prjónafatnað má brjóta niður og búa til nýtt garn til endurnotkunar. Bómullarefni má einnig endurvinna. Pólýester er rifið niður og búið til flísefni sem er notað í  nýjar pólýester flíkur. Þar sem pólýester brotnar ekki niður í jörðinni er eina leiðin að nota það aftur á virkan hátt. Einnig er hægt að endurvinna notað plastefni og breyta því í ný gerviefni, s.s. pólýester. Plasflöskur hafa t.d. verið notaðar til framleiðslu á flísefnum og prjónagarni. 

NÝJUNGAR - GRÆN TEXTÍLHREYFING

Notkun á textíl skapar aukið magn úrgangs og mengunar um allan heim. Vegna ofnýtingar auðlinda og umhverfisspjalla er fólk um allan heim að reyna að finna leiðir til að endurvinna og framleiða efni úr hráefni sem annars væri ekki nýtt. Ýmsar nýungar eru að líta dagsins ljós í framleiðslu textíefna. Fyrirtæki eru farin að búa til fatnað úr úrgangi annarra framleiðslu til að takast á við sjálfbærni umhverfisins á nýjan hátt. Það eru fyrirtæki sem búa t.d. til fatnað úr sojabaunaskeljum, uppleystum trjámassa, maístrefjum, þörungum, gerjaðri mjólk, sveppum og kókoshnetuskeljum. Að framleiða efni úr þessum hlutum og að endurvinna það sem hægt er, minnkar álag á náttúruauðlindir, dregur úr notkun skaðlegra efna og iðnaðarúrgangs.
Picture

HÆGT ER AÐ LEITA SÉR UPPLÝSINGA UM VÖRUR ÁÐUR EN ÞÆR ERU KEYPTAR

Með aukinni vitund neytenda hafa fyrirtæki þurft að veita nauðsynlegar upplýsingar þannig að fólk geti metið sjálft hvað það er í raun og veru að kaupa. Finna má upplýsingar víðs vegar um netið þar sem fyrirtækjum eru gefnar umsagnir eða einkunnir af sérfræðingum og eftir ákveðnum stöðlum. Þar á meðal er smáforritið Good on You  sem býður notendum að leita að vörum eða merkjum eftir því hvernig þau standa sig í umhverfisþáttum, siðferðimálum, dýravelferð og mannréttindum. 
https://goodonyou.eco/

HRINGLAGA TÍSKA - CIRCULAR FASHION

Hringlaga tíska og sjálfbær tíska eru orð sem ná yfir sömu hugsun og eru andstæða skynditísku.
​
  • Í hringlaga tísku er hugsað um að flíkin endist sem lengst. Þannig er hönnunin tímalaus,  vönduð og endingargóð efni notuð og vandað til framleiðslunnar þannig að auðvelt sé að taka flíkina í sundur og laga ef hún bilar.  
  • Framleidd án eiturefna.
  • Framleidd úr hágæða efnum sem  hægt er að endurvinna að notkun lokinni, þannig að ekki þurfi að framleiða ný hráefni.
  • Efni framleidd þannig að þau séu  niðurbrjótanleg, þ.e. brotna auðveldlega niður í næringarefni fyrir örverur í moldinni.
  • Framleidd á þann hátt að úrgangsefni eru lágmörkuð. Afklippur og annar úrgangur er nýttur í aðra framleiðslu.
  • Framleidd, flutt og markaðssett með endurnýjanlegri orku, svo sem vind eða sólarorku.
  • Reynt að lágmarka notkun vatns og annarra hráefna og gætt að umhverfið sé ekki mengað.
  • Margir geta notað flíkina á líftíma hennar,  með því að skipta, lána, leigja eða endurhanna.

LENGJUM LÍFTÍMA FATANNA OKKAR

Að lengja líftíma fatanna okkar er ekki bara gott fyrir fjárhaginn, heldur líka fyrir umhverfið. Tískuiðnaðurinn er mjög mengandi á heimsvísu og mannréttindi eru brotin víða þar sem þau eru framleidd. 

RÁÐ TIL AÐ LENGJA LÍFTÍMA FATANNA OKKAR

 ÝMISS SAMTÖK  BERJAST GEGN FATASÓUN OG FYRIR SJÁLFBÆRRI TÍSKU

Picture
Ein þeirra samtaka eru ​TRAID sem starfa bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. TRAID eru góðgerðarsamtök sem vinna að því að koma í veg fyrir að fötum sé hent, reyna að breyta fataúrgangi í fjármuni og nota féð til að draga úr umhverfis- og félagslegum áhrifum fatanna okkar. Í því fellst hringlaga og sjálfbær nálgun á vandamál sem stafa af framleiðslu, neyslu og myndun textílúrgangs. 

    Samtökin gera þetta með því að: 
  • Að stuðla að aukinni nýtingu á notuðum fötum.
  • Að hvetja til viðgerða og endurbóta á fatnaði, m.a. með því að bjóða upp á viðgerðarviðburði (repair caffes). 
  • Að koma nothæfum fatnaði  í notkun í góðgerðarverslunum (nytjamörkuðum).
  • Að bjóða upp á fræðslu og koma af stað herferðum til að vekja athygli á félagslegum umhverfisáhrifum fatnaðar. Samtökin fara með fræðslu í skóla og bjóða upp á námskeið og vinnustofur til að hvetja fólk, fyrirtæki og stefnumótendur til að grípa til aðgerða og til að halda fatnaði í notkun lengur. 
  • Fjármagna, styðja og kynna alþjóðleg verkefni til að koma á sjálfbærari framleiðslu og öruggari sanngjarnari aðstæðum fyrir fólk sem vinnur við framleiðslu fatnaðar  - allt frá því að styðja lífræna bómullarframleiðslu til þess að stöðva vinnu barna.                         

​           Markmiðið er að: 
  • Draga úr neyslu. 
  • Draga úr ofnýtingu sífellt þverrandi náttúruauðlinda.
  • Draga úr úrgangi og kolefnislosun.
  • Lengja líftíma nothæfs fatnaðar.
  • Stuðla að því að hægt sé að nálgast fatnað á samfélagslega hagstæðan hátt.
  • Styðja við öruggan, sanngjarnan og sjálfbæran fataiðnað.
Picture

SUM FATAFYRIRTÆKI STARFA MEÐ ÁBYRGUM HÆTTI - OG ALLTAF FLEIRI OG FLEIRI..

Mörg fata-og tísku fyrirtæki vita ekki við hvaða aðstæður framleiðsla fatanna þeirra fer fram. Þau leita aðeins að fataverksmiðjum sem bjóða lægsta verðið án þess að skoða það frekar. En það eru til eru fyrirtæki sem starfa með ábyrgum hætti og gæta þess að öll skilyrði rekstur síns og framleiðslu séu í lagi gagnvart umhverfinu og þeim sem starfa við framleiðsluna. Þau ganga sjálf úr skugga um að allar aðstæður séu góðar og eru félagar í samtökunum Fair Labour Association (FLA- samtök um sanngjarnar vinnuaðstæður), sem sinnir sjálfstæðu rekstrareftirliti og eru ekki er rekin í hagnaðarskyni. Samtök sem þessi eru tileinkuð baráttunni fyrir sanngjörnum launum og góðum vinnuaðstæðum. Siðareglur FLA banna barnaþrælkun, nauðungarvinnu, ofbeldi, kynferðislega og sálræna áreitni og kynþáttamisrétti. Það tryggir lágmarks laun, greiðslu fyrir yfirvinnu, heilbrigð og örugg vinnuskilyrði og frelsi til að ganga í stéttarfélag. Fataframleiðendur sem vilja tryggja að þessi skilyrði séu öll í lagi senda starfsmenn í verksmiðjuna til að skoða og samþykkja öll skilyrði, gera athugasemdir við þá þætti sem ekki eru í lagi og sjá til þess að þeir séu bættir. Þegar fleiri framleiðendur gera slíkar kröfur, stuðla þeir um leið að því að fleiri fataverksmiðjur lagi aðstæður og bæti laun. Að sama skapi munu fleiri og fleiri fata-og tískuframleiðendur sýna ábyrgð og framleiða vörur sínar í fataverksmiðjum sem hafa alla þessa þætti í lagi ef neytendur (þ.e. að segja við) gætum þess að reyna að versla fatnað okkar af fyrirtækjum sem eru ábyrg. Þannig getum við sem neytendur haft áhrif á hvað er framleitt og hvernig.

Picture
Útivistafatamerkið Patagonia er gott dæmi um fyrirtæki sem tekur ábyrgð, gangvart umhverfinu, framleiðslunni og neytendum. Fyrirtækið á aðeins viðskipti við viðurkenndar verksmiðjur og tekur ábyrgð á framleiðslu sinni eftir notkun með því að kaupa flíkina aftur. Heilar flíkur eru hreinsaðar og  reynt að selja þær aftur sem notaðar flíkur. Ef ekki er hægt að selja þær er nothæft efni nýtt í nýjar flíkur. Þær flíkur sem alls ekki er hægt að nýta hefur fyrirtækið ákveðið að geyma þar til lausn finnst fremur en að láta þær enda í landfyllingu. 

Á heimasíðu Patagonia er hægt að fá upplýsingar um framleiðsluna og siðareglur:
​

https://www.patagonia.com

GAMALT FYRIR EINN ER NÝTT FYRIR ANNAN!

Þó svo að einhver sé orðinn þreyttur á flíkunum sínum og hendi þeim þess vegna, getur sama flíkin verið ný og fersk fyrir einhvern annan. Á nytjamörkuðum og víðar má kaupa notaðan fatnað fyrir lítinn pening. Með því að kaupa notað er verið að koma í veg fyrir sóun. Auk þess getur maður fundið  einstakar flíkur og skapað sér sína eigin persónulegu  tísku.
​Endurnýtt líf er tískublað Rauða krossins þar sem m.a. má sjá tískufatnað sem kaupa má í verslunum samtakanna.
​

https://issuu.com/redcross
​
Picture
Picture


SJÁLFBÆR
           ENDURUNNIN 
  TÍSKA
        ER GOTT MÁL!

TENGSL VIÐ HEIMSMARKMIÐIN

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
TIL BAKA
Picture
Hvernig textílmennt getur verið hluti af þeirri sjálfbærnimenntun sem nauðsynleg er nú á tímum loftslagnsbreytinga og hlýnunar Jarðar.

BÖRN HAFA ÁHRIF

LEIÐBEININGAR

FRÆÐSLA

VERKEFNI

UM OKKUR

HAFA SAMBAND:

gerasjalfur@gmail.com
Copyright © 2020 Ásta Vilhjálmsdóttir   |   Tel. +354 6985338     |    All rights reserved.  
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Um Okkur