HVAÐ GETUM VIÐ GERT?
Það er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þeim afleiðingum sem neysla okkar hefur í för með sér. Við getum hugað að eigin neyslu og reynt að haga neyslu okkar á umhverfis- og samfélagslegan ábyrgan hátt. Við getum skoðað hvaðan vörurnar sem við notum kemur, hvernig þær urðu til og hverjir unnu að framleiðslunni. Fátækt fólk sem lifir við aðstæður sem við á Vesturlöndum myndum aldrei samþykkja, vinnur oft við framleiðsluna. Þannig tengist neysla okkar mannréttinda- og jafnréttismálum annars staðar í heiminum. Eftir því sem fleiri huga að þessum málum eykst eftirspurn eftir vörum sem hafa umhverfis og samfélagsleg framleiðsluferli. Það eykur framboð og hvetur framleiðendur og verslanir að huga einnig að þessum þáttum. Þannig getm við sem neytendur haft jákvæð áhrif og þrýst á breytingar.
Spurningar sem allir ættu að spyrja áður en vara er keypt
HVAÐAN KEMUR VARAN? HVERNIG VARÐ HÚN TIL?
HVERJIR UNNU FRAMLEIÐSLUNA?
Eitt af því sem við getum gert til að takast á við slæma neyslu er að skipta yfir í grænan lífstíl. Umhverfisvottaðar vörur geta hjálpað til. Margar vörur hafa merkingar sem segja okkur að hugað hefur verið að umhverfisþáttum við framleiðsluna. Óháðir aðilar og samtök hafa skoðað framleiðsluferlið og gefa út slíkar vottanir.
SVANSMERKIÐSvansmerkið er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna og vinnur að því að draga úr umhverfisáhrifum frá framleiðslu og neyslu á vörum - og það auðvelda neytendum að velja umhverfisvænar vörur og þjónustu. Til þess fá að nota Svansmerkið þarf að uppfylla strangar kröfur um efnainnihald og lágmörkun á notkun hættulegra efna við þjónustu og framleiðslu vöru.
|
E- BLÓMIÐE-Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins.og gefur neytendum, opinberum jafnt sem innkaupaaðilum einkafyrirtækja í Evrópu færi á að kaupa sannarlega umhverfisvænni vörur og þjónustu.
Í vottunarferlinu er allur lífsferillinn metinn; umhverfisáhrif af auðlindanýtingu, framleiðsla, flutningur og notkun. https://ust.is/hringrasarhagkerfi/graenn-lifstill/vottanir-og-adrar- merkingar/areidanleg-umhverfismerki/blomid/ |
FAIR WEARFAIR WEAR samtökin vinna að því að finna sanngjarnari leið til að framleiða fatnað. Þau vinna með vörumerkjum og áhrifavöldum í fataiðnaði, m.a. að því að bæta vinnuaðstæður og kjör þeirra sem vinna við fataframleiðslu. Samtökin eru í samskiptum við verksmiðjur, stéttarfélög, félagasamtök og stjórnvöld til að finna lausnir á vandamálum sem aðrir telja að séu óleysanleg. Saman reyna þessir aðilar að sauma saman nýjar lausnir til að gera tískuna sanngjarna fyrir alla. Það á að vera hægt að treysta því að fatnaður sem ber þetta merki sé framleiddur við góð skilyrði.
https://www.fairwear.org/ |
FAIRTRADE
FAIR TRADE eða sanngirnisvottaðar/réttlætismerktar vörur. Vara með FAIRTRADE merkinu þýðir að framleiðendur og fyrirtæki hafa uppfyllt alþjóðlega samþykkta staðla sem hafa verið sjálfstætt vottaðir. Milliliðir taka sem minnst til sín af verðmæti vöru þegar verslað er með hana og framleiðandinn fær sanngjarnan hlut af því verði sem neytandinn borgar. Jafnframt er reynt að láta framleiðsluna fara fram á eins sjálfbæran og umhverfisvænan máta og hægt er.
Með því að velja FAIRTRADE vottaðar vörur getur fólk stuðlað að breytingum með daglegum aðgerðum sínum. https://www.fairtrade.net/ |
FAIR TRADE CERTIFIED
er merki fyrir sanngirnisvottaðar verksmiðjur.
Vörur með þessu merki gæta þess að:
https://www.fairtradecertified.org/ |
Við getum gert svo margt og verið fyrirmynd - jafnvel þó við séum ennþá börn
Við getum byrjað strax og orðið öðrum fyrirmynd með einföldum aðgerðum:
|
NÆGJUSEMI - FRÆÐSLA FRÁ LANDVERND
HVAÐA HLUTIR SKIPTA OKKUR RAUNVERULEGA MÁLI Í LÍFINU?Við þurfum að hafa í huga að öll okkar neysla hefur áhrif á Jörðina; framleiðsla, flutningar, geymsla og förgun alls sem við neytum. Besta leiðin til að stuðla að ábyrgri neyslu og minnka úrgang er að meta hvort við þurfum á hlutnum að halda. Öll neysla losar gróðurhúsalofttegundir og önnur mengunarefni. Það skiptir því miklu máli að í hvert skipti sem við kaupum eitthvað veltum við því fyrir okkur hvort hluturinn sé nauðsynlegur. Eru það hlutir sem við kaupum sem veita okkur hamingju?
Hvað er það sem skiptir í raun og veru mestu máli í lífi okkar? Til þess að lágmarka skaðann er mikilvægt að gera sér grein fyrir þeim afleiðingum sem neyslan hefur í för með sér og byrja strax að huga að eigin neyslu. Ein leiðin er að stunda eftir fremsta megni ábyrga og sjálfbæra neyslu. |
|
VISTVÆNN LÍFSTÍLLÞeir sem breytt hafa neyslu sinni og tekið upp vistvænni lífshætti komast fljótt að því að með breyttum lífsstíl öðlast þeir bæði aukinn tíma og þurfa minna af peningum. Margir kjósa í framhaldinu að vinna minna og fá þannig meiri frítíma til að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Verja meiri tíma með fjölskyldu og vinum, njóta náttúrunnar, skoða nýja staði og söfn og gera hversdagslega hluti saman sem áður var ekki tími til, s.s. elda, ditta að húsinu og hlutum á heimilinu og jafnvel rækta sitt eigið grænmeti. Mikil neysla krefst meiri peninga og mikillar vinnu. Með vistvænni lífsháttum losna margir við streitu, stress og áhyggjur yfir að komast ekki yfir það sem þarf að gera og hafa ekki tíma til að sinna sínum nánustu. Margir upplifa meiri ánægju og finnst þeir lifa innihaldsríkara og hamingjusamara lífi.
|
NOKKUR EINFÖLD RÁÐ
|
|
|
ÁÐUR EN NÝTT ER KEYPT...Áður en nýr hlutur er keyptur er gott að athuga fyrst hvort þú getir endurnýtt eitthvað, breytt, gert við, keypt notað, fengið lánað eða leigt. Hversu oft ert þú að nota borvélina þína, saumavélina, sláttuvélina, háþrýstiþvottagræjuna, tjaldið, slípirokkinn… Er það skylda okkar að eiga allt sem við mögulega þurfum einhvern tíma að nota á lífsleiðinni?
|
MEÐHÖNDLUN Á FATNAÐI
Að lengja líftíma fatnaðarins er gott fyrir Jörðina og fjárhag þinn. Sérfræðingar gefa ráð um hvernig megi lengja líf fatanna eins mikið og mögulegt er.
SKIPTIMARKAÐIRFjölmargir viðburðir eru auglýstir þar sem hægt er að skiptast á fatnaði. Þá kemur fólk með flíkur sem kannski passa ekki lengur eða nýtist fólki ekki á annan hátt og getur fundið aðrar sem passa betur. Slíka viðburði má halda með lítilli fyrirhöfn, t.d. í skólanum eða á vinnustaðnum. Ekkert fé þarf og allir græða!
Einnig eru starfræktar fjölda margar vefsíður, t.d. á samfélagsmiðlum þar sem skipta má, selja eða gefa notaðan fatnað. |
FATASÖFNUNEf við getum eða viljum ekki nota fötin okkar lengur og enginn nákomin okkur vill þiggja þau er mikilvægt að skila þeim til réttra aðila, t.d. í fatagáma á endurvinnslustöðvum eða í minni fatagáma sem eru staðsettir víða um borgina og út um land allt. Með því reynum við að koma í veg fyrir að fatnaðurinn sé urðaður og að hluti hans sé nýttur öðrum til góða. Allur fatnaður sem skilað er fer í gegnum fataflokkun Rauða krossins þar sem meirihlutinn er sendur til útlanda í flokkunarstöðvar, hluti er nýttur í hjálparstarf og hluti er seldur á nytjamörkuðum góðgerðarsamtaka. Þannig geta góðgerðarsamtök safnað fjármundum til þess að aðstoða fólk í neyð.
|
Hringrásarverslanir |
NYTJAMARKAÐIRMargir nytjamarkaðir eru í Reykjavík og einnig víða út á landi, flestir reknir af góðgerðasamtökum, s.s. Rauða krossinum og Hjálpræðishernum. Auk þess eru oft í boði allskyns markaðir með notaðar vörur, t.d. hverfismarkaðir og skiptimarkaðir þar sem fólk skiptir gamla fatnaðinum sínum í nýjan. Á samfélagsmiðlum má líka finna ýmsar sölusíður fyrir notaðar vörur. Flest allar vörur sem við notum má kaupa notaðar; húsgögn, raftæki, húsbúnað, o.fl. Oft má fá fallegar og vandaðar vörur fyrir brotabrot á því sem ný vara kostar. Með því að kaupa notað og gefa gömlum hlutum framhaldslíf minnkar maður kolefnisfótspor sitt og styrkir um leið góð málefni. Það er hluti af sjálfbærum lífsstíl. Auk þess sparar það heilmikið fé :-)
|
Margar hringrásarverslanir með fatnað og fylgihluti eru nú starfandi. Í þeim gefst fólki kostur á að leigja bása og rog selja notuð föt, skó og fylgihluti.eyna þannig að halda fatnaði sem annars hefði verið hent eða skilað á endurvinnslustöðvar áfram notkun eða hringrás.
|
ÝMSIR VIÐBURÐIR ERU Í BOÐI FYRIR ÞÁ SEM VILJA MINNKA SÓUNMörg félagasamtök og einstaklingar standa fyrir viðburðum sem ætlað er að minnka sóun og hjálpa fólki að nýta hlutina betur.
Handverkskaffi (Repair Café) eru viðburðir skipulagðir af ýmsum aðilum sem vilja minnka sóun og haldnir víða s.s. á kaffihúsum og bókasöfnum. Þá getur fólk komið með bilaðan fatnað og stundum aðra hluti, eins og tæki eða hjól og fengið leiðbeiningar og aðstoð fagfólks við viðgerðir. Að laga bilaðan fatnað og hluti lengir líf hlutanna, minnkar sóun og er þess vegna hluti af sjálfbæru lífi. |
Kvenfélagssamband Íslands stendur fyrir verkefninu Vitundarvakning um fatasóun. Með verkefninu vill sambandið hvetja kvenfélagskonur og almenning til að taka þátt í að minnka fatasóun og vekja athygli á umhverfisáhrifum fatasóunar með fyrirlestrum, viðburðum og greinum í Húsfreyjunni og á vef Leiðbeiningastöðvar heimilanna. Sambandið stendur reglulega fyrir viðburðum þar sem boðið er upp á fræðslu, fataskiptimarkað, aðstoð við fataviðgerðir og fleira tengt sóun.
|
Reykjavík Tool Library eða Tækjasafnið gerir félagsmönnum kleift að fá lánað tæki, búnað og kennsluefni um hvernig eigi að gera sjálfur. Tækjasafnið virkar eins og bókasafn gerir fyrir bækur, með aðild sem gerir félagsmönnum kleift að fá lánuð tæki heim til viðgerðar, verkefna og áhugamála. Tækjasafnið er ekki rekið í hagnaðarskyni og stefnir að því að gera reksturinn sjálfbæran með aðild, styrkjum og framlögum. Reksturinn miðast við að við verðum öll ríkari þegar við deilum! Tækjasafnið stendur fyrir mánaðarlegum viðburðum, viðgerðakaffi (repair café) þar sem gestir geta notað tæki og tól og fengið aðstoð við viðgerðir á fatnaði, húsgögnum, rafmagnstækjum, reiðhjólum, leikföngum......
https://www.reykjaviktoollibrary.org/ |
|
Í SVÍÞJÓÐ ER TIL VERSLUNARMIÐSTÖÐ ÞAR SEM ALLAR VÖRURNAR ERU ENDURNÝTTAR EÐA ENDURGERÐAR. |
NOKKUR GÓÐ RÁÐ
Áður fyrr var nýtni talin dyggð. Það kom til af nauðsyn. Þegar lítið er til skiptir miklu að fara vel með. Það gildir ekki síður um fatnað en annað. Föt gengu á milli fjölskyldumeðlima og vina. Sjálfsagt þótti að breyta og bæta slitin föt og staga í sokka. Flest allt var vel nýtt og fáu hent, t.d. voru gerðar tuskur úr slitnum handklæðum og lökum.
Nú á dögum er flestu hent sem bilar. Sjálfsagt eru ýmsar ástæður fyrir því; skortur á verkkunnáttu, tímaskortur og ódýrar vörur í boði. Það er öfugsnúið að það kosti nánast jafn mikið eða meir að gera við hlut eins og að kaupa nýjan! Best er auðvitað að gera sjálfur. Til þess þarf verkkunnáttu, það þarf að kunna til verka. Í textílmennt lærum við vinnubrögð sem komið geta að góðum notum í lífinu. |
VIÐ GETUM GERT ÝMISLEGT SJÁLF
ÞAÐ MÁ SEGJA AÐ VERKKUNNÁTTA SÉ FORSENDA ÞESS AÐ EINSTAKLINGAR GETI LIFAÐ SJÁLFBÆRU LÍFI |
AÐ KUNNA TIL VERKATil þess að geta gert sjálfur og bjargað sér þarf að kunna til verka. Maður þarf að búa yfir verkkunnáttu og til þess þarf að þroska með sér verkvit. Eins og með svo margt annað skapar æfingin meistarann. Því oftar sem verk er gert, því auðveldara verður að leysa það næst. Sá sem hefur öðlast góða verkþekkingu á auðvelt með að finna lausnir á allskyns vandamálum. Segja má að hann eigi auðvelt með að hugsa í lausnum eða búi yfir skapandi hugsun.
Ef maður kann ekki til verka þarf maður að kaupa alla hluti og þjónustu. Þeir sem hafa þroskað með sér verkvit eiga auðveldara með að minnka neyslu sína. Þeir geta gert ýmislegt sjálfir sem þeir hefðu annars þurft að kaupa, bæði vörur og þjónustu. Þeir eiga auðveldara með að nýta hluti, laga, breyta og bæta. |
TIL ÞESS AÐ GETAÐ BJARGAÐ SÉR Í DAGLEGU LÍFI ER GOTT AÐ KUNNA EITT OG ANNAÐTil dæmis:
ÁNÆGJA OG VELLÍÐAN FYLGIR ÞVÍ AÐ GERA SJÁLFUR |
|
UMHVERFISVÆNIR BÚNINGARÞað er skapandi og skemmtilegt að búa sjálf/ur til sinn eigin búning. t.d. fyrir öskudaginn eða hrekkjavökuna. Það felst mikil sóun í búningum sem keyptir eru kannski fyrir eitt eða tvö skipti. Auk þess eru búningarnir oftast unnir úr gerviefnum sem við viljum alls ekki að lendi í landfyllingum. Oft má finna ýmislegt heima sem nýta má í búninga. Í fataskápnum eða jafnvel í umbúðadrasli sem bíður eftir að fara í endurvinnslustöðvar. Hér eru nokkur góð ráð og hugmyndir: https://www.frettabladid.is/lifid/umhverfisvaenir-hrekkjavokubuningar/ |
RUSLAUS LÍFSTÍLLRusllaus lífsstíll (Zero waste lifestyle) snýst um umhverfisvitund og byggir á þeirri hugmyndafræði að minnka rusl. Það er gert með því að koma í veg fyrir að rusl hlaðist upp og verði svo urðað eða brennt. Rusllaus lífsstíll miðar að því að minnka sóun, koma í veg fyrir að rusl verði til og vernda þannig náttúruna. Urðun og brennsla á rusli veldur því að mikið af eiturefnum fer út í andrúmsloftið og í vatnið okkar, auk þess safnast rusl, ekki síst plastefni, upp í höfunum og hefur slæm áhrif á lífríkið.
|
GÓÐ RÁÐ FYRIR RUSLLAUSAN LÍFSSTÍL
1. AFÞAKKAÐU. Slepptu því sem þú þarft ekki.
2. Notaðu poka/tösku úr taui í stað plastpoka. 3. Keyptu það sem hægt er í lausu og slepptu umbúðum. 4. Geymdu matvæli í margnota ílátum eða í bývaxpappír. 5. Notaðu margnota vatnsflösku. 6. Afþakkaðu einnota plast hnífapör. 7. Notaðu bókasafnið. 8. LAGFÆRÐU. Ef eitthvað bilar-lagaðu það. 9. ENDURNÝTTU. Taktu þátt í skiptimörkuðum og hópum. 10. ENDURVINNA allt sem hægt er. |
Rusl Lauren eftir 4 ára rusllausan lífsstíl kemst í eina krukku!
|
DRAGA ÚR - ENDURNÝTA - ENDURVINNAMargir hafa ákveðið að gera sjálfir eitthvað í neyslu og ruslvandamálinu og tekið upp rusllausan lífsstíl. Til þess þarf að gera ýmsar breytingar á lífsháttum sínum. Það þarf að minnka neysluna. Auk þess senda engan úrgang í urðun. Í grunninn snýst þetta um að henda engu í almennt rusl, heldur endurvinna frekar og endurnýta. Til þess að skilja ekkert rusl eftir sig þarf að endurnýta það sem hægt er og kaupa minna af óþarfa hlutum. Rannsóknir sýna að þeir sem tekið hafa upp rusllausan lífsstíl og þar með hugað að umhverfinu hafa auk þess fundið að þeim líður sjálfum betur.
|
VEFSÍÐUR SEM VEITA UPPLÝSINGAR UM UMHVERFISMÁL OG DAGLEGT LÍF |
- eko.is / Umfjöllun um umhverfismál fyrir almenning.
- https://earth911.com/: Umfjöllun um umhverfisvænan lífstíl og góð ráð.
- kolvidur.is / Hvernig má jafna út kolefnisspor sín.
- https://www.ust.is/graent-samfelag/graenn-lifstill/ : Ráð og leiðbeiningar til að skipta yfir í grænan lífstíl.
- landvernd.is / Landvernd eru frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að vernda og bæta lífsgæðin í landinu.
- sorpa.is / Einstaklingar / föt og klæði.
- https://samangegnsoun.is/textill/ Fræðsla um textílsóun og góð ráð.
- ust.is / Á vef umhverfisstofnunar eru ýmsar góðar upplýsingar.
- https://www.umhverfissinnar.is/ Samtök ungs fólks sem vill berjast fyrir umhverfið og loftslagið.