SAMFÉLAGSMIÐUÐ VERKEFNI
Samfélagsmiðuð verkefni stuðla að valdeflingu nemenda og gefur þeim hugmyndir um hvað þau geti gert og gefið af sér, jafnvel þó þau séu börn. Það er góð tilfinning að gefa af sér og mikilvægt að börn og unglingar upplifi að við sem búum við góðar aðstæður séum í aðstöðu til að hjálpa öðrum. Í góðærinu svokallaða fann ég oft á tíðum að nemendur fundu ekki tilgang með sköpun sinni og handverki. Sumir héldu því fram að það væri tilgangslaust að fara með fullgerð verkefni heim þar sem þau myndu enda í geymslunni vegna þess að foreldrum þóttu þeir ekki passa við stíl heimilisins. Þetta þótti mér dapurlegt og ákvað þá að finna verkum þeirra verðugan tilgang. Einhverskonar góðverk sem er gildishlaðið og þjálfar nemendur í að setja sig í spor annara og sýna góðvild og samhyggð. Allar götur síðan hef ég reynt að útfæra verkefni sem gætu komið öðrum og samfélaginu til góða. Verkefnin hafa verið fjölbreytt; fatnaður fyrir börn á barnaheimili í Togo, íþróttapokar fyrir börn í vinaskóla í Malaví, hálsfestar gerðar og seldar í söfnun fyrir sama skóla, öskupokar fyrir góðgerðasamtök, innkaupapoka sem voru seldir og andvirðið gefið UNICEF fyrir flóttabörn frá Sýrlandi og síðast innkaupatöskur fyrir Pokastöð Vesturbæjar. Öll þessi verkefni hafa að mestu verið unnin úr textílúrgangi og efnisafgöngum.
|
HANNYRÐAPÖNK/HANDVERKSAKTÍVISMI
HANNYRÐAPÖNKI er ætlað að hafa áhrif til góðs og vekja samferðafólk okkar til umhugsunar. Hannyrðapönkari er hver sú manneskja sem notar handverk, hannyrðir og sköpun sína til að láta gott af sér leiða og vekja athygli á hverskyns samfélasmeinum sem tengjast oft félagslegu óréttlæti og mannréttindamálum.
Það er áhugavert að kynna handverksaktívisma fyrir nemendum. Allir hafa einhverjar hugmyndir um betri heim og með handverki er hægt að koma sínum skilaboðum á framfæri með friðsamlegum hætti. |
VEGGTEPPI UM MÁLEFNI FLÓTTAFÓLKSVeturinn 2001-2022 prófuðum við í skólanum mínum teymiskennslu. Ég var í teymi með kennurum í 9. og 10. bekk þar sem unnið var m.a. með málefni flóttafólks. Verkefnin voru fjölbreytt. Við unnum út frá skáldsögu sem fjallaði um flóttabörn, horfðum á myndir, lásum mannréttindasáttmálann og nemendur völdu sér verkefni sem unnin voru með fjölbreyttum aðferðum. Eitt verkefnið var unnið út frá handverksaktívisma. Nemendur völdu sér myndefni og/eða skilaboð, saumuðu út á efnisbút eða stramma og í lokin var myndunum raðað saman og saumuð á veggteppi.
´I lok skólaársins var haldin sýning á vinnu nemenda á skólaárinu þar sem m.a. þetta verkefni var til sýnt. Stíðið í Úkraínu var hafið og flóttafólk streymdi til Íslands. Nemendur sem unnu verkefnin um málefni flóttafólks stóðu fyrir kaffi og vöfflusölu þennan dag ásamt nytjamarkaði og söfnuðu þannig féi til styrktar flóttabörnum sem síðan var afhent UNICEF. Í |
SKART OG ÍÞRÓTTAPOKAR TIL STYRKTAR VINASKÓLA Í MALAVÍ
Á þemadögum hjá yngsta-og miðstigi fyrir nokkrum árum var ákveðið að unnið yrði út frá þemanu Afríka. Unnið var í stöðvavinnu og nemendur fóru á milli stöðva. Skólinn á vinaskóla í Malaví sem hann hefur reynt að styrkja með ýmsum ráðum. Á nokkrum stöðvum var unnið að því að búa eitthvað til sem selja mætti foreldrum sem boðnir voru í á sýningu í lok þemadaga. Í textílmennt buggjum við til skrautlegt skart sem var búið til úr pappírsperlum sem nemendur rúlluðu sjálfir upp úr tímaritsblöðum. Einnig notuðum við hluti úr safnveitu, leikfangahluti og perlur.
Árið 2013 fengum við veður af því að börnin í vinaskólanum í Malaví skorti tilfinnilega poka fyrir íþróttafötin sín. Öllum slíkum pokum úr óskilamunageymslu skólans var safnað saman og þeir þrifnir. Eitt verkefni í 6. bekk hefur lengi verið að sauma sér íþróttapoka. Okkur datt í hug að þar sem þau höfðu þjálfun í því væru hæg heimatökin að hver nemandi saumaði einn auka íþróttapoka fyrir nemanda í vinaskólanum. 7. bekkur hafði árinu áður saumað sér íþróttapoka svo þau kunnu einnig handtökin og tóku þátt í verkefninu. |
TÓGÓVERKEFNIÐ
|
ÖSKUPOKARSama vetur og við unnum Tógóverkefnið bauðst okkur að vinna sjálfboðaliðastarf fyrir sömu samtök. Verkið fólst í því að taka þátt í að sauma öskupoka sem seldir voru sem fjáröflun fyrir barnaheimilið. Það var auðsótt og nemendur voru til í að hjálpa. Saumaðir voru fleiri hundruð öskupokar og sumir nemendur tóku einnig þátt í að selja þá fyrir samtökin.
|
|
INNKAUPATÖSKURFyrir nokkrum árum ákváðum við að reyna að gera eitthvað í mikilli plastpokanotkun landsmanna og sauma og selja innkaupatöskur og safna um leið féi til góðra málefna. Í verkefnið nýttum við mikið magn efnisbúta sem höfðu safnast upp. 6. og 7. bekkur saumuðu mikið magn innkaupataska sem seldar voru á vægu verði á samráðsfundardegi og í verslunarmiðstöð í hverfinu. Andvirið, um 80.000 kr. var síðan gefið í söfnun UNISEF fyrir flóttabörn frá Sýrlandi. 2017 - 2018 var aftur farið að sauma innkaupapoka í 7. bekk og nú var ákveðið að taka þátt í frábæru sjálfboðaliðastarfi Pokastöðvar Vesturbæjar þar sem sjálfboðaliðar sauma innkaupatöskur til þess að lána fólki í verslunum.
|
|
Í Háaleitisskóla eru unnin verkefni sem eru samfélagsmiðuð, unnin úr verðlausu efni og stuðla að minni plastnotkun.
|
PRJÓNA FYRIR BÖRN Í NEYÐVinkonurnar Þorgerður Erla og Þórey eru miklar prjónakonur, sem og ungir frumkvöðlar, því þær stofnuðu prjónafyrirtækið Maríuerla og selja handprjónaðar vörur á heimasíðu sinni til styrktar börnum í neyð. Í lok sumarsins 2020 afhentu þær UNICEF 70 þús krónur sem rann í neyðarsjóð UNICEF. Verkefnið sitt kalla þær Maríuerla - fallegt prjón fyrir góða samvisku. |