TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur

NÁMSVEFUR UM TEXTÍLMENNT OG SJÁLFBÆRNI


Mannkynið stendur á krossgötum.  Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru staðreynd og við verðum að breyta um stefnu hvað varðar auðlindanýtingu, framleiðslu og neyslu.  Þessi stefnubreyting er risavaxið verkefni, mun taka langan tíma og lenda að mestu á næstu kynslóðum.  Menntun gegnir því lykilhlutverki í þróuninni til sjálfbærara lífs.
​

​Þessi kennsluvefur fjallar um hvernig textílmennt getur verið hluti af þeirri sjálfbærnimenntun sem nauðsynleg er.  Á vefnum er að finna verkefni og fræðsluefni sem nýtist kennurum til að leggja sitt af mörkum til að skapa samábyrgt sjálfbært samfélag þar sem allar ákvarðanir og gjörðir taka mið af umhverfi, efnahag og félagslegri sanngirni. Þar sem allir Jarðarbúar, óháð því hvar og hvenær þeir eru fæddir, lifa eins góðu lífi og hægt er án þess að ganga of nærri auðlindum Jarðarinnar, öðru fólki og lífverum.
LESA MEIRA

     MIKILVÆG HUGTÖK SEM ALLIR ÆTTU AÐ ÞEKKJA

      LOFTLAGSMÁL

  • Loftslagsmál fjalla um breytingar í loftslaginu.
  • Helstu breytingar eru aukning gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar.
  • Aukning gróðurhúsalofttegunda verður aðallega til vegna bruna jarðefnaelds-neytis. Jarðefnaeldsneyti er unnið úr kolvetnum og fyrirfinnst í efsta hluta jarðskorpunnar, hráolía (bensín), kol eða jarðgas.
  • Loftslagsbreytingar geta valdið öfga-veðurfari, breytingum á hitastigi, hækkun sjávarmáls í kjölfar bráðnunar jökla. Afleiðingarnar geta verið tíðari hitabylgjur, gróðureldar, aukin rigning, flóð og meira um fellibyli.
  • Breytingarnar hafa jafnframt áhrif á vistkerfi og búsvæði lífvera víðsvegar á jörðinni.

      NÁTTÚRUVERND

  • Náttúruvernd snýst um að vernda fjölbreytileika náttúrunnar og koma í veg fyrir ofnýtingu og sóun náttúruauðlinda svo að jörðin, lífríkið og mannkynið haldi áfram að njóta góðs af um ókomna tíð.

      HRINGRÁSARSAMFÉLAG

  • Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með áherslum sem tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Með því að henda og kaupa nýtt sóum við náttúruauðlindum og þess vegna er markmiðið að halda hlutum og hráefni (auðlindum) áfram í notkun með ýmsum aðferðum. Svo sem að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna. Markmiðið er að lágmarka auð-lindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Hug- myndafræði hringrásarhagkerfisins nær einnig til þess að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði
Picture

SJÁLFBÆRNI

Sjálfbærni felst í því að nýta og um leið að halda okkar náttúrulega umhverfi heilbrigðu. Hugtakið sjálfbærni er notað í tengslum við hugsunina um afleiðingar þess sem við gerum í dag á hag og velferð manna og náttúru í framtíðinni. Í sjálfbærum samfélögum er höfuðáherslan á að bæði borgurunum og náttúrunni líði vel.

​Öll höfum við ákveðnar grunnþarfir sem við þurfum að uppfylla til að lifa mannsæmandi lífi. Grunnþarfirnar eru t.d.  matur, húsaskjól, föt, heilsa og menntun. Það er samt langt því frá að allir Jarðarbúar búi við þessi sjálfsögðu mannréttindi og bilið á milli þeirra sem mest hafa og þeirra sem minna hafa er stórt. 
SJÁLFBÆRNI

SJÁLFBÆRNI Í TEXTÍLMENNT

Textílvörur eru stór hluti af okkar daglega lífi. Miklu stærri en flestir gera sér grein fyrir. Hinsvegar gerum við  okkur fæst grein fyrir hversu mikil neikvæð áhrif textílframleiðsla og neysla hefur á náttúruauðlindir og umhverfi okkar.
Picture

Neysla

Öll neysla hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Það skiptir miklu máli að við séum öll  meðvituð um það.
Picture

Textíl- og tískuiðnaðurinn

Fatafram­leiðsla er ein helsta upp­spretta meng­un­ar í heim­in­um. Ang­ar þessa
um­fangs­mikla iðnaðar hafa oft
​nei­kvæðar af­leiðing­ar á líf­ríkið.
Picture

Úrgangur

Úrgangur er það sem fellur til við framleiðslu og neyslu á vörum. Bæði rusl og mengandi spilliefni verða til þegar varan er framleidd.
Picture

HVAÐAN KOMA FÖTIN?

Hvaðan koma allir þessir hlutir? Mjög margt sem við kaupum út í búð er framleitt í öðrum heimshluta. Til dæmis eru fötin okkar flest búin til í Asíu. Það sjáum við þegar við skoðum miðann sem er á röngunni á flíkunum okkar.  Þetta þýðir að fötin hafa þurft að ferðast mjög langa leið til Íslands, með skipi eða flugvél sem mengar mjög mikið. ​Á sama miða má finna fleiri upplýsingar um flíkina, s.s. úr hvaða efnum hún er gerð og hvernig eigi að þvo hana og meðhöndla.
Tísku- og textíliðnaðurinn

FATASÓUN

​Fatasóun Íslendinga hefur aukist verulega á síðustu árum. Árið 2016 henti hver íbúi að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið. Það er nærri því tvöfalt meira magn en fjórum árum áður. Meirihluti þessa úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til annarra landa í endurvinnslu árið 2018. Umhverfisráðuneytið stefnir á að dregið verði úr fatasóun á hvern íbúa um fimm kíló en umhverfisspor hverrar flíkur er gífurlegt, allt frá framleiðslu til förgunar.
FATASÓUN
Picture
Picture
Picture
Campbell & Green Logo

HVAÐA HLUTIR SKIPTA OKKUR MÁLI Í LÍFINU?

Við þurfum að hafa í huga að öll okkar neysla hefur áhrif á Jörðina; framleiðsla, flutningar, geymsla og förgun alls sem við neytum. Besta leiðin til að stuðla að ábyrgri neyslu og minnka úrgang er að meta hvort við þurfum á hlutnum að halda. Öll neysla losar gróðurhúsalofttegundir og önnur mengunarefni. Það skiptir því miklu máli að í hvert skipti sem við kaupum eitthvað veltum við því fyrir okkur hvort hluturinn sé nauðsynlegur. Eru það hlutir sem við kaupum sem veita okkur hamingju? Hvað er það sem skiptir í raun og veru mestu máli í lífi okkar?


Hvað getum við gert?

​BÖRN VILJA OG GETA HAFT ÁHRIF

Til þess að sjálfbær þróun geti átt sér stað er mikilvægt að búa yfir gagnrýninni hugsun og hafa trú á eigin getu til aðgerða. ​Börn víða um heim hafa sýnt í verki að þau vilji og geti tekið þátt í þeirri þróun.  Sífellt fleiri dæmi eru um að börn og ungmenni láti sig varða um óréttlæti og aðgerðarleysi í mikilvægum málefnum sem hafa með líf okkar og framtíð á Jörðinni að gera.
BÖRN HAFA ÁHRIF
Picture
Picture
Mynd: Fasihon revolution

SJÁLFBÆR FRAMLEIÐSLA

Meirihluti textílefna sem notaður er í framleiðslu tískufatnaðar í dag er ekki sjálfbær. Við ræktun og framleiðslu eru notuð skaðleg efni sem menga umhvefið. Vegna kröfu frá neytandum er nú æ algengara að efni séu framleidd á lífrænan hátt. Þá er þess gætt að nota ekki áburð, skordýraeitur né önnur skaðleg efni við framleiðsluna sem hafa áhrif á umhverfið, bændur og okkur sem klæðumst efninu.

Þegar séð hefur verið til þess að efnin séu sjálfbær þarf að sjá til þess að önnur meðhöndlun þeirra sé einnig ábyrg. Litun eru stór hluti af textílframleiðslu og skilar oft frá sér miklum efnaúrgangi. Hægt er að lita efni með náttúrulegum efnum sem innihalda minna af söltum og málmum. 

Hin hliðin á sjálfbærri framleiðslu snýr að félagslegu réttlæti. Vinnuþrælkun (sweatshops) og lág laun er ennþá mikið vandamál. Til þess að textílvörur geti talist sjálfbærar þarf að tryggja sanngjörn laun, vinnutíma og aðstæður starfsfólks. 
SJÁLFBÆR TÍSKA
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur