SJÁLFBÆRNI |
Í árþúsundir lifði maðurinn þannig að lífshættir hans sköðuðu ekki Jörðina.
Fólk lifði því sem kallast sjálfbæru lífi. |
NEYSLANeysla er orð sem nær yfir allt sem við notum í daglegu lífi og kaupum flest allt tilbúið út í búð. Þess vegna er talað um að samfélag okkar sé neyslusamfélag og er afar ólíkt sjálfbæru samfélagi forfeðra okkar.
Neysla sem slík er ekki vandamál enda þurfum við að neyta á alls konar máta til þess að lifa af. Við þurfum að neyta matar og drykkjar, kaupa föt til þess að halda á okkur hita og ýmislegt fleira. |
TEXTÍL- OG TÍSKUIÐAÐURINNTextilvörur er stór hluti af okkar daglega lífi. Miklu stærri en flestir gera sér grein fyrir. Öll eigum við mikið af allskonar mismunandi fatnaði fyrir ólík tækfæri og aðstæður. Auk þess eru á heimilum okkar allskyns textílvörur til ýmissa nota. Hins vegar gerum við okkur fæst grein fyrir hversu mikil neikvæð áhrif textíframleiðsla og neysla hefur á náttúruauðlindir og umhverfi okkar. Textíl-og tískuframleiðsla er einn mest mengandi iðnaður í heiminum í dag og flókin framleiðsluferli skapa margvísleg umhverfisvandamál. Tískuiðnaðurinn byggir á því að framleiða fötin eins ódýrt og fljótt og auðið er og fá fólk þannig til að kaupa á lágu verði, nota flíkina nokkrum sinnum, henda síðan og kaupa aðra. Þess vegna er mikilvægt að vera meðvitaður um vandann og endurskoða neyslu okkar á textíl-og tískuvörum.
|
ÚRGANGURÚrgangur er það sem fellur til við framleiðslu og neyslu vöru. Rusl og mengandi spilliefni verða til þegar varan og umbúðirnar sem við kaupum hana í eru framleidd. Umbúðirnar fara strax í ruslið og loks verður varan sjálf rusl þegar við hendum henni, stundum alveg heilli og jafnvel ónotaðri. Rusl gefur þannig skýra vísbendingu um hvernig mannfólkið hagar lífi sínu.
|
HVAÐ GETUM VIÐ GERT?Margir fyllast vonleysi þegar fjallað er um loftslagsmál og finnst eins og það skipti harla litlu máli hvað þeir sem einstaklingar gera. Ef betur er að gáð er það alls ekki rétt. Auðvitað getur enginn einn gert allt en það er alveg víst að allir geta gert eitthvað. Hver einstaklingur sem gerir eitthvað skiptir máli og hefur áhrif á fjöldamarga aðra í kringum sig. Grétu Thunberg hefur t.d. varla grunað hversu mikil áhrif hún ætti eftir að hafa á fólk um allan heim þegar hún mætti ein með skiltið sitt til að mótmæla fyrir ekki svo löngu síðan. Hún og börn um allan heim hafa haft mikil áhrif á stjórnvöld, fyrirtæki og einstaklinga sem gefur von um að ef allir taki höndum saman megi snúa þróuninni sem leiðir af sér loftslagsbreytingar við. Þannig höfum við vald til að breyta okkur sjálfum og hafa áhrif á aðra í kringum okkur með því að vera góð fyrirmynd.
|