TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur

NOTKUN Á NÁMSEFNINU

  • Bæði verkefnin og fræðslan er sett fram sem hugmyndir sem kennarar geta notað á þann hátt sem hentar þeim best. Þeir eru hvattir til að finna sínar eigin leiðir við framsetningu og byggja á eigin reynslu. 
  • Laga má viðfangsefnin eftir þörfum að getu og áhuga þess nemendahóps sem um ræðir hverju sinni. Gott er að miða verkefnin við þá færni sem nemendahópurinn hefur þegar öðlast. 
  • Hugmyndir nemenda, ímyndunarafl og sköpun stjórnar útkomu verkefnanna og því mikilvægt að leggja verkefnin opin fram og leyfa nemendum að ráða að mestu ferðinni með útfærslu. 
  • Verkefnin byggja á rannsóknum og tilraunum nemenda og að sjálfsögðu efniviðnum sem í boði er. Því er mikilvægt að nemendur séu hvattir til að finna lausnir og nota til þess þá færni sem þeir hafa þegar öðlast. Það er óendanlega mikilvægt að hvetja þá til þess að reyna að koma með lausnir og bjarga sér sjálf. Með öðrum orðum að gera sjálf! 
  • ​Eins og í allri hönnun er mikilvægt að hugsa, hanna, skissa og útfæra áður en hafist er handa við vinnuna. Spá og spekúlera hvernig útkoman eigi að verða og hvernig leysa eigi verkið. Oft vilja nemendur hoppa yfir þann þátt en mikilvægt er að tileinka sér slíka hugsun og vönduð vinnubrögð, auk þess kemur það í veg fyrir að dýrmætt hráefni fari til spillis. 

UMRÆÐUR Í KENNSLUSTUND

Í kennslustundum gefast oft tilefni og tækifæri til umræðna um textíl-og tískuvörur. Fræðsluefnið getur nýst sem grundvöllur fyrir slíkum umræðum. Kennarar velja sjálfir fræðslu og umræðuefni sem hentar aldri og þroska nemenda.

        Hugmyndir að umræðuefni:

        Textíll og textílvörur

  • Hvað er textíll?​
  • Hvar má finna textílvörur í umhverfinu, t.d. á heimilum okkar.
  • Biðja nemendur að nefna dæmi (t.d. fötin okkar, heimilisvörur, húsgögn, leikföng, listmunir og fleira). Yfirleitt verða allir hissa á hversu mikið af textílvörum er í okkar lífi.
  • Úr hverju er textíll gerður? Náttúruleg efni og gerviefni. Úr hverju og hvernig eru þau gerð? Ofin, prjónuð eða aðrar aðferðir. Kostir og gallar þessara efna. Sýna og skoða sýnishorn af efnunum.
  • Íslensk ull; sauðfé, vinnsla, kostir og gallir íslensku ullarinnar. Flestir eiga einhverja handgerða flík sem einhver sem þykir vænt um þau hefur gert.  Börnin hafa flest gaman af að segja frá sinni flík. Áhugavert að ræða um forfeður og mæður sem gerðu flestan fatnað sinn frá grunni úr ull. Hvernig allir, börnin líka unnu að fatagerð í baðstofunni.
  • Sýna og skoða óspunna og spunna ull. 
  • Orð: sauðfé, réttir, rýja, spinna, þel, tog, vefa og prjóna.  

       Fötin okkar

         Það skapar oft líflegar umræður að byðja nemendur um að skoða                 miðann inn í flík sem þeir eru í.
  • Hvaðan koma fötin okkar?  Hvernig komu þau hingað?
  • Hverjir búa þau til og hvernig ætli kjör þeirra og aðstæður séu? 
  • Hvernig er framleiðslan? Vinnuaðstaða? Meðhöndlun? Litun? Eiturefni og mengun? Vatnsnotkun?
  • Hvað kosta fötin? Hvað þyrftu þau að kosta svo fólkið sem vinnur við framleiðsluna gæti lifað betra lífi?
  • Skynditíska: Hvað er það? Áhrifavaldar á samfélagsmiðlum.
  • Fatasóun: Hversu mikið eigum við af fatnaði? Þurfum við svona mikið? Notum við allt sem við eigum/kaupum? ​Hvað verður um fötin sem við hendum?
  • Sjálfbær tíska: hvernig er hún? Lífræn ræktun náttúrulegra efna. Endurvinnsla efna. Nýungar í framleiðslu. Sanngirnisvottanir.

Picture

MIKILVÆGAR SPURNINGAR

Við þurfum að velta fyrir okkur hlutum eins og: 
  • Hverjar eru raunverulegar þarfir okkar?
  • Þurfum við allan þennan mat, föt, hluti?
  • Hvaðan kemur þetta allt? 
  • Hvað verður um það sem við erum hætt að nota?
  • Getum við minnkað neysluna?
  • Getum við í staðinn nýtt það sem við eigum eða keypt notaða hluti? 
  • Er hægt að nýta það sem við hendum með öðrum hætti? 
  • Minnka lífsgæðin um leið og við minnkum neysluna?
Picture

HRÁEFNI

skapandi safnveita
Picture

VINNA NEMENDA

SÝNINGAR Á VERKUM
GAGNLEGAR VEFSÍÐUR MEÐ NÁMSEFNI UM SJÁLFBÆRNI:
  • https://barnasattmali.is/index.html: fróðleikur, verkefni og leikir um barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og mannréttindi barna.
  • https://www.ecoliteracy.org/about: ýmiss fróðleikur og námsefni.
  • https://www.fashionrevolution.org/:  vinna að því að fá alla til að vinna saman að bættum tískuiðnaði. Fræðsluefni og verkefni fyrir kennara og nemendur. 
  • https://landvernd.is/graenfaninn/:  alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni (Eco-schools) sem rekið er af Landvernd á Íslandi. 
  • ​https://www.overshootday.org/ : The earth owershoot day-ýmiss fróðleikur og kennsluefni um sjálfbærni.
  • ​​http://www.unesco.org/education/tlsf/ : Margmiðlunarefni um sjálfbærnikennslu. Frá Unesco fyrir kennara.
TIL BAKA
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur