MARKMIÐ
Markmið verkefnanna er að vinna með gildi eins og nýtni og hófsemi, opna augu nemenda fyrir því að úrgangur geti verið dýrmætt hráefni til þess að skapa nýja hluti. Auk þess að byggja upp verkkunnáttu og færni til bjarga sér á annan hátt en að henda og kaupa nýtt.
Öll verkefnin sem hér birtast hafa með einhverskonar endurnýtingu að gera. Þau miða að því með einum eða öðrum hætti að nýta allt hráefni eins vel og frekast er unnt. Til þess að vera góð fyrirmynd nemenda er því mikilvægt að henda sem minnstu í stofunni og leggja áherslu á að nemendur flokki sjálfir allan úrgang, s.s. efnisafklippur og garnafganga. Gott er að hafa litlar skálar eða box á vinnuborðunum sem nemendur setja í og vinna einnig úr. |
VERKEFNIN
Verkefnunum má skipta gróflega í þrjá flokka sem öll eiga það sameiginlegt að leggja áherslu á nýtni og endurvinnslu.
Vefsíður með námsefni fyrir listkennslu:
- https://sites.google.com/gskolar.is/lan/heim?fbclid=IwAR10I5P_1BLyMgWUtOhk_GO2NIOBSS4o5qEC7qSxh4UtvSdkIK0bJbL8EXU : LAN, Listrænt ákall til náttúrunnar. Náttúrutengd verkefni.
- https://veita.listfyriralla.is/listalestin/: Listalestin, verkefni unnin af nemendum í Listkennsludeild LHÍ
- https://lifoglistalandi.weebly.com/?fbclid=IwAR2o9_6kZOVcbRyO-8qIAEeSilQwxpXuiCCQBJ-oUNFjFRupCXIJrwh_7FE : Verkefnabanki f. kennara, samþætting list- og verkgreina og náttúrugreina
- https://www.utigrottu.com/?fbclid=IwAR3FwHR4YcGoDk7iiS5ltqjwTecV8Vb2AOf7sAEEoxws0icwdPCjV7RjKGA :Úti í Gróttu – Námsefni í sjónlistum