TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur

AÐ LENGJA LÍF FATANNA

Að lengja líftíma fatanna er ekki bara gott fyrir fjárhaginn, heldur líka fyrir umhverfið. Tískuiðnaðurinn er mjög mengandi og mannréttindabrot eru víða brotin  þar sem framleiðslan fer fram. Auk þess er mikið magn fatnaðar urðaður, sem er mjög slæmt fyrir Jörðina. Þess vegna er kominn tími til þess að minnka fatakaupin, kaupa vandaðri flíkur og læra að umgangast þær svo  að þær endist lengur. Hvernig förum við að því?
Picture

VANDAÐU VALIÐ ÞEGAR ÞÚ KAUPIR NÝJA FLÍK

ATHUGAÐU EFNIÐ

Ef þú vilt að fötin þín endast, er betra að fjárfesta í vel gerðum flíkum, úr góðu efni og með vönduðum saumaskap. Dýrar flíkur eru ekki endilega bestar. Skoðaðu sjálf/ur vel flíkina áður en hún er keypt.
​
  • Snúðu flíkinni við og skoðaðu alla sauma vel, jafnvel toga aðeins. Þegar föt eru ódýr eru saumarnir oft subbulegir. Ef eitthvað fer að losna - ekki kaupa það.
  • Athuga hvort varahnappur sé á hnepptum flíkum,  þannig að ef einn dettur af, er auka hnappur til.
  • Ef þú kaupir notaða flík er ráð að halda henni upp við ljósið því ef þú sérð í gegnum efnið er flíkin orðin slitin og mun rifna fljótt.
  • Fatnaður, gerður fyrir árið 1980 hefur tilhneygingu til að vera vandaðri, gerður úr betri efnum og endist því betur.
Allar flíkur verða að lokum ónothæfar eftir mikla notkun og endurtekinn þvott .
Þegar ný flík er keypt stendur valið oft á milli gerviefna og náttúrlegra efna.
  • Flíkur úr gerviefni eins og pólyester endast yfirleitt betur og þola mikinn þvott. Það neikvæða við slík efni er að þau eru unnin úr plasti og við þvott losna úr þeim örsmáar trefjar  sem enda að lokum í hafinu. Þegar fatnaður úr gerviefnum er urðaður eru hann lengi að eyðast og efnin sem losna eru ekki góð fyrir Jörðina. Fatnað  úr gerviefnum ætti þess vegna að nota lengi og þvo sjaldan.
  • Margir mæla með að fatnaður sé frekar úr náttúrulegum trefjum, svo sem  bómull eða ull. Slíkar flíkur þola verr endurtekinn þvott en þær anda betur svo fólk svitnar minna og þá þarf ekki að  þvo eins oft. 

HVERSU OFT ÞARF AÐ ÞVO?

Picture
Því oftar sem flík er þvegin, því hraðar slitnar hún. Meðal þvottavél notar 13.500 lítra af vatni á ári eða eins mikið og einstaklingur drekkur á lífsleiðinni. ​Stella McCartney, fatahönnuður ráðleggur að forðast ofhreinsun á fatnaði. 

Ýmis önnur úrræði má nota til þess að þvo sjaldnar í þvottavélinni:
  • ​Fatnaður gerður úr ull og öðrum vönduðum efnum, má viðra úti og bursta með mjúkum burstum. Bletti má að þurrka úr með rakri tusku og mildri sápu.
  • Einfalt ráð til að hressa upp á fatnað, t.d. krumpaðann eða lyktandi, er að hengja  hann upp í baðherbergi meðan farið er í bað eða sturtu. 
  • Blanda af vatni og ediki getur hjálpað til að losna við lykt. Setja blönduna í úðabrúsa, hrista og úða á flíkina.
  • Skella má fatnaði í frystinn yfir nótt til að hressa hann við.
  • Nota rakann svamp eða tusku, strjúka yfir flíkina og hengja út á snúru.
  • Enginn sérfræðingur mælir með fatahreinsun nema brýn nauðsyn sé.

ÞVEGIÐ Í ÞVOTTAVÉL

Ef það er nauðsynlegt að  þvo flík í þvottavél eru ýmiss ráð til þess     að  minnka slit og umhverfisáhrif:
  • Ráðlagt er að nota lítinn hita og stuttan þvottatíma fyrir flestan fatnað. Yfirleitt dugar að þvo á 30°C.  Meiri hiti og lengri þvottatími þýðir að þvottavélin notar meiri orku.
  • Samt er ráðlagt að þvo það sem er næst húðinni, ss. nærföt og rúmföt við 60°C.
  • Nota viðurkennd, umhverfisvæn þvottaefni. Yfirleitt þarf minna magni en ráðlagt er á umbúðunum.
  • Nota náttúruleg efni til þvotta, t.d. edik, sítrónu og sódaduft sem skaðar ekki umhverfið.
  • Viðkvæmar flíkur ætti að þvo í poka til að koma í veg fyrir að þau rifni.
  • Sérstakir pokar fást til að þvo gerviefni í, til að koma í veg fyrir að plasttrefjar fari út með þvottavatninu.
  • Allt efni, bæði sem losnar úr flíkunum í þvottavélinni og það sem þvottaefnið er gert úr endar í hafinu.
  • Að nota þurrkara til þess að þurrka þvottinn þýðir að hann slitnar mun fyrr en sé hann hengdur upp á snúru. Það sparar einnig orku.

VIÐ ÞVOTT LOSNA 500.000 TONN AF ÖRTREFJUM ÚT Í HAFIÐ Á HVERJU ÁRI - SEM JAFNGILDIR 50 MILLJÖRÐUM AF PLASTFLÖSKUM. ÁÆTLAÐ ER AÐ 35% ÖRTREFJA Í HAFINU LOSNI MEÐ ÞVOTTI Á GERFIEFNUM EINS OG POLÝESTER.


FARA REGLULEGA YFIR FATASKÁPINN 

Flestir kannast við að eiga svo mikið af fötum að ómögulegt er að hafa yfirsýn yfir það.
  • Flíkur gleymast í stórum stöflum og það sem neðst er í bunkanum er sjaldan eða aldrei notað.
  • Gott er að fara reglulega yfir fataskápinn og skúffurnar, raða upp á nýtt og losa sig við það sem aldrei er notað.
  • Kannski vill einhver annar nota það.
  • Væri ekki ráð að eiga minna og nota betur?
Picture
Picture

VIÐGERÐIR - LAGA, BREYTA, BÆTA

Minni háttar bilanir á fatnaði geta flestir gert við sjálfir:
  • Saumað tölur sem losna aftur á flíkina.
  • ​Lítil göt má sauma saman með nokkrum sporum á röngunni.
  • Stærri göt, s.s. á gallabuxum má festa bætur á. Gera  bótina úr ónýtri flík úr svipuðu efni og lit.
  • Oft má finna góð ráð og sýnikennslu á Youtube myndböndum.
  • Klæðskerar og saumaverkstæði taka að sér viðgerðir og breytingar á fatnaði.
  • Skósmiðir gera við bilaða skó, t.d. sauma lausan saum eða skipta um sóla.
​
TIL BAKA
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur