SKYNDITÍSKA/HRÖÐ TÍSKA (e. fast fashion)
Skynditíska einblínir á hraða og lágan framleiðslukostnaði í þeim tilgangi að koma fram með nýjar vörur, oftast innblásnar af klæðnaði samfélagsmiðla- og kvikmyndastjarna. Skynditíska byggir á því að framleiða mikið magn af fötum, oftar en ekki í litlum gæðum til að selja á lágu verði og ýta þannig undir aukna neyslu fólks. Árið 2000 var algengt að vörumerki byðu upp á 2 vörulínur árlega, sumar og vetratísku. Nú er algengt að 5 nýjar vörulínur komi á hverju ári. Sum vörumerki mun oftar. Zara kemur t.d. með 24 vörulínur á ári og H&M á milli 12 og 16 vörulínur.
Fataskápar fólks í þróuðum löndum eru yfirfullir, svo til að selja meiri fatnað verða seljendur tískuvara að freista kaupenda með nýjum flíkum og sannfæra þá um að hlutirnir sem þeir eiga nú þegar séu ekki lengur í tísku. Þannig er fólk hvatt til að kaupa sífellt meira. |
KEYPTAR VORU 60% FLEIRI FLÍKUR AÐ MEÐALTALI ÁRIÐ 2014 EN ÁRIÐ 2000!
SÓUNÁ hverju ári eru framleiddar um 100 milljarðar af nýjum flíkum sem margar hverjar lenda fljótlega á urðunarstöðum. Við kaupum fjórum sinnum meira af fatnaði í dag en fólk gerði fyrir 30 árum. Þetta hefur í för með sér gríðarlegt kolefnisspor og alskonar eiturefni leka í miklu magni út í umhverfi okkar. Textílúrgangur og fatasóun er önnur afleiðing skynditísku þar sem fleiri kaupa meiri fatnað og nota hann ekki eins lengi og áður. Þar sem flíkurnar kosta lítið er fólk tilbúið að losa sig við þær án eftirsjár. Búa þarf til pláss fyrir nýjustu tískuna. Allt of margir nota stóran hluta fatanna sem þeir kaupa aðeins örsjaldan. Þess vegna er talað um skynditísku og í mörgum tilvikum einnota tísku. Sumt er aðeins notað einu sinni og síðan hent.
|
FATNAÐUR SEM SAMSVARAR FULLRI SORPBIFREIÐ ER BRENNDUR EÐA LOSAÐUR Í LANDFYLLINGAR Á HVERRI SEKÚNDU!
UMHVERFISKOSTNAÐURFramleiðslan er ódýr meðal annars vegna þess að umhverfiskostnaður er ekki reiknaður inn í verðið; mengun, lág laun, slæmur aðbúnaður og gífulega mikill úrgangur. Kjóll getur kostað nokkur þúsund krónur en það er falinn kostnaður fyrir umhverfið, bæði fyrir láglaunafólkið sem vinnur við slæmar aðstæður og fyrir vistkerfið. Innan við 1% allra klæða sem framleidd eru í heiminum eru endurunnin og öðlast framhaldslíf sem nýjar flíkur. Meirihlutinn fer einfaldlega á haugana og er urðaður í landfyllingum.
|
10% AF ALLRI KOLEFNISLOSUN Í HEIMINUM KEMUR FRÁ TÍSKUIÐNAÐINUM. HANN ER NÆSTMESTI NEYTANDI VATNS Í HEIMINUM OG STÓR HLUTI ÖRPLASTSMENGUNAR Í HÖFUNUM KEMUR FRÁ HONUM
EINNOTA TÍSKAÓdýr fatnaður er yfirleitt ekki gerður til þess að endast lengi. Hækkun ráðstöfunartekna undanfarinna kynslóða þýðir að það er minni þörf á að gera við og laga það sem bilar, þar sem það er oft ódýrara og þægilegra að kaupa nýtt. Núverandi kynslóðir virðast hafa minni tíma en margar fyrri kynslóðir, hafa ólík gildi og virðast hafa tapað kunnáttunni til að sauma og laga. Samanlagt gerir þetta fötin okkar nánast einnota.
|
|
ÞÓ SVO AÐ FÓLK HAFI KEYPT 60% FLEIRI FLÍKUR ÁRIÐ 2014 EN ÁRIÐ 2000, VORU FLÍKURNAR HELMINGI STYTTRA Í ÞEIRRA EIGU!
GOOD ON YOUHvernig veistu hvernig vörumerki eru að standa sig í sjálfbærnimálum?
Good On You appið gerir þér kleift að athuga á einfaldan hátt hvaða áhrif uppáhalds tískumerkin þín hafa á málefnin sem þér þykir vænt um. Að uppgötva betri valkosti og læra meira um siðferðilega tískuinnkaup. Good On You—appið skoðar framleiðsluna heildstætt og gefur einkunn. Í dag nota milljónir kaupenda og smásala Good On You til að bera saman hvernig vörumerki taka tillit til áhrifa þeirra á jörðina , fólk og dýr. |
VERKEFNI FRÁ SKÓLA Á LANDVERNDAR UM HRAÐA OG HÆGA TÍSKU
Oft er talað um tvo flokka tísku: hraða tísku eða skyndi tísku (e. fast fashion) og hæga tísku eða sjálfbæra tísku (e. slow fashion). En hvað þýðir þetta? Nemendur kynna sér málið og fræða aðra. Verkefnið hentar 14-20 ára. HÉR MÁ FINNA VERKEFNIÐ: https://landvernd.is/hrod-og-haeg-tiska/ |
|
|