TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Um Okkur

FATASÓUN

​Fatasóun Íslendinga hefur aukist verulega á síðustu árum. Meirihluti þess úrgangs fer í urðun en auk þess voru yfir 3000 tonn send frá Íslandi til annarra landa í endurvinnslu árið 2018. Umhverfisráðuneytið stefnir á að dregið verði úr fatasóun á hvern íbúa um fimm kíló en umhverfisspor hverrar flíkur er gífurlegt, allt frá framleiðslu til förgunar.
Fata­fram­leiðsla eykst sífellt og hefur að magni til tvö­fald­ast frá síð­ustu alda­mót­um. Helsta skýring þess er tilkoma SKYNDITÍSKU; ódýr fatnaður og krafan um að vera alltaf í nýjustu tísku. Á árinu 2015 fluttu Íslendingar um 3.800 tonn af textílvörum til landsins samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Ætla má að innflutningur sé umtalsvert meiri þar sem töluvert magn berst til landsins í ferðatöskum fólks. ​Um leið og framleiðsla og sala á fatnaði eykst, eykst einnig úrgangurinn, þ.e. um leið og við kaupum meira, hendum við einnig meiru. Umhverf­is­sam­tök hafa lýst miklum áhyggjum vegna  áhrifanna sem sífellt meiri fata­fram­leiðsla hefur á umhverfið.  Umhverf­is­sér­fræð­ingar segja að fata­iðn­að­ur­inn sé næst­mesti meng­un­valdur í heimi, aðeins olíu­iðn­að­ur­inn mengi meira. Hluti af þeim vanda er það sem við hendum eða losum okkur við.
Picture

HVAÐ VERÐUR UM FÖTIN SEM VIÐ HENDUM?

Um leið og ný flík er keypt þarf að losa sig við eitthvað af þeim gömlu. Árið 2016 henti hver Íslendingur að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, samkvæmt samantekt Umhverfisráðuneytisins. Þrátt fyrir að Íslendingar séu duglegir að gefa eða skila þeim fatnaði sem þeir eru hættir að nota á endurvinnslustöðvar lendir samt sem áður mikið af honum í almennu rusli. Samkvæmt rannsóknum SORPU kemur fram að yfir 2000 tonn af vefnaðarvöru hafi farið til urðunar árið 2015.  Það eru um 10 kg á hvern íbúa höfuðborgarsvæðisins.

85% ALLRA VEFNAÐARVARA FER Í RUSLIÐ Á HVERJU ÁRI !

ÞAÐ SEM SKILAÐ ER Á ENDURVINNSLUSTÖÐVAR

Flestir telja sér trú um að þeir séu að gera góðverk með því að skila fatnaði á endurvinnslustöðvar en sannleikurinn er sá að við hendum allt of miklu til þess að hægt sé að tala um góðverk.  Árið 2015 skiluðu sér  2250 tonn til Rauða krossins, eða tæp 7 kg á hvern Íslending. Aðeins lítið brot af því sem berst Rauða krossinum fer beint í hjálparstarf, um 30 tonn eða aðeins tæplega 2%. Um 8 tonnum var úthlutað hérlendis til einstaklinga sem á þurftu að halda, um 50 tonn fóru í endursölu í verslunum Rauða krossins hérlendis en afgangurinn, yfir 2000 tonn, voru seld til flokkunarstöðva í Þýskalandi og Hollandi. Meirihlutinn er sem sagt fluttur aftur til annara landa með tilheyrandi mengun og gera má ráð fyrir að stór hluti þess sé urðaður í landfyllingum. 
Picture
Picture
Mynd: Umhverfisráðuneytið

VIÐ HENDUM SÍFELLT MEIRA!

Árið 2016 henti hver Íslendingur að meðaltali 15 kílóum af textíl og skóm yfir árið, samkvæmt samantekt umhverfisráðuneytisins. Það er nærri því tvöfalt meira magn en hver Íslendingur henti árið 2012 en þá henti hver íbúi að meðaltali rúmum 8 kílóum á ári. Það er næstum því tvöföldun á aðeins fjórum árum.

TENGSL VIÐ HEIMSMARKMIÐIN

Picture
Picture
TIL BAKA
Picture
Hvernig textílmennt getur verið hluti af þeirri sjálfbærnimenntun sem nauðsynleg er nú á tímum loftslagnsbreytinga og hlýnunar Jarðar.

BÖRN HAFA ÁHRIF

LEIÐBEININGAR

FRÆÐSLA

VERKEFNI

UM OKKUR

HAFA SAMBAND:

gerasjalfur@gmail.com
Copyright © 2020 Ásta Vilhjálmsdóttir   |   Tel. +354 6985338     |    All rights reserved.  
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Um Okkur