TEXTÍLMENNT & SJÁLFBÆRNI
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur
Picture
Í könnun sem gerð var í janúar 2019 kom í ljós að 51,6 prósent landsmanna hefur breytt neysluvenjum sínum við dagleg innkaup, gagngert til að minnka umhverfisáhrif sín.

NEYSLA

Neysla er nokkuð sem erfitt er að komast hjá. Neysla nútímafólks í ríkum samfélögum er allt öðruvísi en forfeðra okkar og fólks í fátækari samfélögum þar sem neyslan snýst nær eingöngu um það sem þarf til að lifa. Að sjálfsögðu þurfum við öll margvíslega hluti í okkar daglegu lífi, til dæmis mat og fatnað. En nú er svo komið að flestir sanka að sér alltof miklu af öllu. Einn þriðji hluti matvæla í heiminum endar í ruslinu ónýttur ásamt ýmsu öðru, t.d fötum. Allt sem við notum er með einhverjum hætti sprottið úr auðlindum Jarðarinnar og hefur því loftslagsáhrif hvort sem við hugsum út í það eða ekki.  Þess vegna er það nánast galið að henda hlutum sem enn eru nýtanlegir. Áður fyrr lagaði fólk og gerði við hluti sem biluðu í stað þess að henda þeim og kaupa nýja.
​
Öll neysla hefur umhverfisáhrif og bein áhrif á loftslagið. Nú á tímum loftslagsbreytinga skiptir það miklu máli að við séum öll meðvituð um neyslu okkar og hvernig er hægt að beina henni í umhverfisvænni farveg. 

"85% AF TEXTÍLÚRGANGI ENDAR SEM LANDFYLLINGAREFNI"

NEYSLA OKKAR

Neysla okkar hefur breyst á ýmsan hátt. Hún snýst ennþá að miklu leyti um nauðsynjar en við neytum ekki lengur eingöngu til þess að fullnægja líkamlegum þörfum okkar heldur snýst neyslan að stórum hluta um munaðarvörur sem skipta engu máli fyrir lífsafkomu okkar.
​Nú á tímum kaupum við ýmislegt sem við áður bjuggum til eða gerðum sjálf s.s. ýmsa þjónustu og afþreyingu. Nútímafólk í okkar heimshluta á miklu meira af öllu en fólk í öðrum heimshlutum eða fyrri tíma fólk nokkurn tíman átti  Margt af því sem við kaupum og eigum, notum við lítið sem ekkert og sumt fer inni í skápa og geymslur en öðru er hent jafnvel án þess að hafa verið notað.

Framleiðsla á neysluvarningi skilur í flestum tilvikum eftir sig gífurlegt vistspor, m.a. vegna orkunnar sem fer í framleiðsluna, flutning til neytanda auk annarra auðlinda sem eru nýttar. Orkan er oft fengin með því að brenna kolum og olíu sem losar mikið magn koltvísýrings út í andrúmsloftið. Auk þess veldur framleiðslan mengun sem fer í jarðveg, vatn og haf. Þetta leiðir til aukinna loftslagsbreytinga og hnignunar vistkerfa, að ekki sé minnst á mannréttindin sem hugsanlega eru brotin í öllu ferlinu. 
Picture

ÞURFUM VIÐ ALLT ÞETTA?

  • Spyrja sig fyrst hvort þú þurfir raunverulega á þessum hlut að halda.
  • Að sleppa því að kaupa poka, eina peysu í viðbót, símahulstur eða aðrar óþarfa vörur er eitt það mikilvægasta sem við getum gert til að draga úr umhverfisáhrifum okkar.
  • Áður en nýr hlutur er keyptur er gott að athuga fyrst hvort þú getir endurnýtt eitthvað, breytt, gert við, fengið lánað eða leigt.
  • Ef við þurfum að kaupa vörur gætum við skoðað hvort hægt sé að kaupa vörur sem hafa haft minni neikvæð áhrif á umhverfið við framleiðslu. Slíkar vörur eru t.d. umhverfisvottaðar, lífrænar og siðgæðisvottaðar.
  • Er það skylda okkar að eiga allt sem við mögulega þurfum einhvern tíma að nota á lífsleiðinni? ​
Picture

HVAÐ VERÐUR UM ÞAÐ SEM VIÐ ERUM HÆTT AÐ NOTA?

​Hvað verður t.d. um öll fötin sem við hendum?  Eitthvað fer beint í ruslið en mjög miklu er skilað í fatasöfnun Rauða krossins eða um 3.000 tonnum á ári!  Hluti af því er selt aftur í verslunum Rauða krossins, hluti er gefinn fátækum en mest er flutt aftur með skipum til annarra landa. Þar er sumt selt og annað tætt niður og endurunnið. Fatafjallið er svo gífulega stórt að það er orðið mikið vandamál að losna við það. Fátæku löndin í Afríku geta ekki tekið við svo miklu. Þannig að nú er heilmikið af fatnaði notað í landfyllingar og mengar þar jarðveginn með plastefnum og öðrum efnum.

HVAÐ ERU VISTSPOR / KOLEFNISSPOR OG AFHVERJU SKIPTA ÞAU MÁLI?


Vistspor (ecological footprint) mælir hversu hratt og mikið við nýtum náttúrulegar auðlindir jarðar og búum til úrgang borið saman við það hversu hratt og mikið náttúran getur endurnýjað sínar auðlindir og tekið við úrganginum.
Þannig er 
vistspor mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins. Vistsporið er mælt í jarðhekturum og segir því til um það haf- og landsvæði sem þarf til að standa undir neyslu hvers einstaklings á ári, auk alls landsvæðis sem þarf í úrgangslosun.
Kolefnisspor vöru og þjónustu segja okkur hversu mikill útblástur gróðurhúsalofttegunda fylgir framleiðslu og notkun. Því minna sem kolefnissporið er, því minni áhrif hefur varan eða þjónustan á loftslagsbreytingar og hlýnun Jarðar.
​Að draga úr loftslagsbreytingum er áskorun sem snertir okkur öll og kallar á að við skoðum áhrif daglegra athafna okkar. Sérstaklega við sem búum í efnaðari löndum, þar sem kolefnisspor heimila er talsvert stærra en gerist og gengur á heimsvísu og talsvert frá því sem talist getur sjálfbært. Munur á vistspori þjóða er afar mikill og endurspeglar ójöfnuð heimshluta. Meðalíbúi á Vesturlöndum hefur til að mynda mun stærra vistspor en meðalíbúi í fátækari löndum og spilar lífstíllinn þar stærstan þátt.
Til að lifnaðarhættir geti talist sjálfbærir má hver manneskja á jörðinni núna ekki nota meira en 1,6 jarðarhektara. Meðal vistspor í heiminum í dag er 2,7 jarðhektarar. Íslendingar tilheyra þeim hópi sem eru með hvað stærsta vistspor og notum við Íslendingar að meðaltali 12,7 jarðhektara. 
​
Það er því mikilvægt að við horfumst í augu við hvaða áhrif lífstíll okkar hefur á náttúruna og að við stefnum að í átt að sjálfbærari lífstíl!

Picture
Ef allir jarðarbúar lifðu eins lífi og við hér þá þyrfti a.m.k. 6 jarðir til þess að standa undir auðlindaneyslu og úrgangsmyndun. Því meiri neysla, þeim mun stærra er vistsporið.

Kolefnisspor sem hlýst af neyslu hins almenna íbúa á Íslandi er um 12 tonn CO₂ ígilda á ári en þyrfti að vera um 4 tonn CO₂ ígilda til að halda hnattrænni hlýnun innan 1,5°C.

"Vistspor er mælikvarði á hversu mikið af gæðum Jarðar fólk nýtir til að uppfylla neyslu sína og hversu miklum úrgangi eða mengun það skilar frá sér​"

reiknaðu út vistspor þitt

TENGSL VIÐ HEIMSMARKMIÐIN

Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
TIL BAKA
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • HEIM
  • Leiðbeiningar
    • Notkun á námsefninu
  • Fræðsla
    • Sjálfbærni
    • Neysla
    • ​Textíl-og tískuiðnaðurinn >
      • Fatasóun
      • Skynditíska
      • Sjálfbær Tíska
    • Úrgangur
    • Hvað getum við gert?
  • Börn Hafa Áhrif
  • Verkefni
    • Endurvinnslu Verkefni
    • Náttúrutengd Verkefni
    • Samfélagstengd Verkefni
  • Ítarefni
  • Um Okkur