HÆFNIVIÐMIÐ FYRIR VERKEFNI ÞAR SEM EFNIVIÐUR ÚR NÁTTÚRUNNI ER NOTAÐUR
HÆFNIVIÐMIÐ ÚR AÐALNÁMSKRÁ
Sameiginleg hæfniviðmið fyrir list-og verkgreinar:
1. - 4. bekkur:
• notað ný og endurunnin efni í textílvinnu. • notað einfaldar aðferðir greinarinnar og beitt viðeigandi áhöldum, • unnið úr nokkrum gerðum textílefna, • unnið eftir einföldum leiðbeiningum. • tjáð hugmyndir sínar með einfaldri skissu, • skreytt textílvinnu á einfaldan hátt. |
5. - 7. bekkur:
• gert grein fyrir endurnýtingu og efnisveitum. • beitt grunnaðferðum og áhöldum greinarinnar, • fjallað um efnisfræði og unnið úr fjölbreyttum textílefnum, • þróað eigin hugmyndir í textílverk og unnið eftir ferli, • notað fjölbreyttar aðferðir við skreytingar textíla, • nýtt helstu miðla til að afla upplýsinga um textíla og textílvinnu. |
8. - 10. bekkur:
|
Hæfniviðmið fyrir textílmennt:
1. - 4. bekkur:
• unnið eftir einföldu ferli frá hugmynd til afurðar, • hagnýtt þá leikni sem hann hefur öðlast í einföldum verkefnum, • útskýrt á einfaldan hátt áhrif vinnu sinnar á umhverfið, • tjáð sig á einfaldan hátt um viðfangsefni sitt, • gengið frá eftir vinnu sína. |
5. - 7. bekkur:
• útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar, • hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni, • haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni, • beitt helstu tækni sem námsgreinin býr yfir, • sýnt ábyrga og örugga umgengni við vinnu og frágang á vinnusvæði. |
8. - 10. bekkur:
• unnið sjálfstætt eftir vinnuferli frá hugmynd til lokaafurðar og greint frá mismunandi nálgun við vinnuna, • hagnýtt þá sérhæfðu leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast á skapandi hátt og sýnt frumkvæði, • skipulagt vinnu sína með sjálfbærni í huga, • beitt þeirri tækni sem námsgreinin býr yfir á sjálfstæðan hátt, • sýnt frumkvæði í góðri umgengni og frágangi á vinnusvæði. |
Önnur hæfniviðmið:
Nemandi:
- sýnir umhverfinu virðingu í gönguferð,
- umgengst safnveitu og efniviðinn af virðingu og nýtni,
- leggur sig fram í hugmyndavinnu og sköpunarferli verkefnisins,
- vinnur sjálfstætt og sýnir frumkvæði í vinnu sinni,
- nýtir sér eigin reynslu og verkkunnáttu við verkið.