GRETA THUNBERG
AÐGERÐARSINNIÞegar Greta lærði um loftslagsbreytingar og hlýnun Jarðar í skóla 11 ára gömul, hafði það djúp áhrif á hana. Hún bugaðist og þjáðist í kjölfarið af alvarlegu þunglyndi. "Mér fannst allt vera tilgangslaust og ekki ástæða að fara í skólann ef það væri engin framtíð," segir Greta í viðtali við TIME. Með tímanum ákvað hún að nýta sér þjáningar sínar og sorg, sitja ekki og bíða, heldur hefjast handa. "Ég lofaði sjálfri mér að ég ætlaði að gera allt sem ég gæti til að breyta þessu ástandi", segir hún. Hún byrjaði á því að gera breytingar á lífsstíl fjölskyldu sinnar. Þar á meðal gerðist hún vegan (vegna þess að kjötneysla hefur stórt vistspor) og ákvað að hætta að fljúga til þess að minnka kolefnisspor sitt. Hún hóf vikuleg skólaverkföll. Alla föstudaga sat hún með spjaldið sitt fyrir framan sænska þingið. Síðan þá hefur svokallað "walkouts" haldið áfram, með nemendum um allan heim sameinuð undir hasstaginu #FridaysForFuture og #YouthStrike4Climate. Talið er að 1,6 milljónir manna í 133 löndum, mest nemendur á öllum aldri hafi tekið þátt í lofslagsverkfalli 15. mars 2019. Eftir áhrifaríkt ávarp hennar á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember 2018 hefur heimurinn hlustað á það sem hún hefur að segja. Hún talar umbúðarlaust um loftslagsmál og afleiðingar aðgerðarleysis valdhafa heimsins, á máli sem allir skilja og er ekkert feimin við að skamma þá. Framtak hennar hefur verið fyrirmynd barna og ungmenna um heim allan og opnað augu þeirra fyrir því að þau bæði vilja og geta haft áhrif.
|
Á þeim stutta tíma sem liðin er síðan hún hóf mótmælin ein fyrir utan sænska þingið hefur Greta náð ótrúlegum árangri í að vekja athygli á loftslagsvánni. Hún hefur ávarpað þjóðhöfðingja hjá SÞ, fundað með páfanum, munnhöggvist við forseta Bandaríkjanna og innblásið 4 milljónir manna til að taka þátt í alþjóðlega loftslagsverkfallinu 20. september 2019, sem eru fjölmennustu loftslagsmótmæli mannkynssögunnar. Aðgerðir hennar haft víðtæk áhrif, hafið vitundarvakningu og skapað alheimsheimshreyfingu sem berst fyrir bættum heimi.
Tímatitið Time kaus hana manneskju ársins 2018, hún var tilnefnd til friðarverðlauna Nobels og hlaut umhverfsverðlaun Norðurlandaráðs sem hún afþakkaði með þeim orðum að loftlagshreyfingin þurfi ekki á fleiri verðlaunum að halda, heldur þurfi stjórnmálamenn og almenningur að fara að taka mark á fyrirliggjandi staðreyndum. Auk þess var Greta og loftslagsverkfalls-hreyfing skólabarna heiðruð sem samviskusendiherrar Amnesty International 2019, sem veitt eru til að heiðra einstaklinga og hópa sem hafa eflt mannréttindi með því að fylgja samvisku sinni. |
|
FYRIRMYNDGreta er fyrirmynd fyrir fleiri sakir. Hún er greind með Asperger heilkenni sem er væg mynd af einhverfuröskun. "Það gerir það að verkum að ég sé heiminn öðruvísi en flestir og sé auðveldlega í gegnum ósannindi", segir hún. "Mér líkar ekki við málamiðlanir, annaðhvort ertu sjálfbær eða ekki. Það er ekki hægt að vera pínulítið sjálfbær." Hreinskilni hennar um greiningu sína og vilji til að deila reynslu sinni af þunglyndi, kvíða og átröskunum eru fleiri ástæður þess að margir sjá Gretu sem fyrirmynd. "Að vera öðruvísi er ekki veikleiki. Það er styrkur á margan hátt, vegna þess að þá stendur þú út úr hópnum. "
"Ég trúi því að þegar við byrjum að hegða okkur eins og við séum í tilvistarkreppu þá getum við forðast loftslags og vistfræðileg áföll ," segir hún. "En tíminn til að gera það er ekki langur. Við verðum að byrja NÚNA " |
Árið 2018 skrifaði Greta og fjölskylda hennar bókin "Húsið okkar brennur" þar sem hún og fjölskylda hennar segir sögu sína. Sögu af daglegu lífi sem snýst um Aspergerheilkenni, átröskun, ADHD og ekki síst – umhverfisvernd. Í inngangi bókarinnar segir: „Þetta er fyrst og fremst sagan um það neyðarástand sem ríkir í heiminum og snertir okkur öll. Neyðarástand sem við mannkynið höfum kallað yfir okkur með lífsháttum okkar; ósjálfbærum lífsháttum sem eru úr tengslum við náttúruna sem við erum öll hluti af. Við getum kallað það ofneyslu eða hamfarahlýnun. Flestir virðast telja að þetta neyðarástand ríki einhvers staðar langt héðan og að það muni ekki hafa áhrif á okkur fyrr en eftir langan tíma. En það er ekki rétt."
|